Meiddur Arnar Freyr Arnarsson var á leið með Íslandi á níunda stórmótið.
Meiddur Arnar Freyr Arnarsson var á leið með Íslandi á níunda stórmótið.

„Eins og þetta lítur út núna á liðið góða möguleika á því að komast í undanúrslit mótsins,“ sagði Arnar Freyr Arnarsson, landsliðsmaður Íslands í handbolta og leikmaður Melsungen í Þýskalandi, í Dagmálum.

Arnar Freyr, sem er 28 ára gamall, meiddist aftan í læri í vináttulandsleik gegn Svíþjóð í Kristianstad, viku áður en Ísland hóf leik á heimsmeistaramótinu í Króatíu, Danmörku og Noregi. Arnar þurfti af þeim sökum að draga sig úr íslenska hópnum en alls á hann að baki 101 A-landsleik og 105 mörk en HM í ár hefði verið hans níunda stórmót með landsliðinu.

„Leikurinn gegn Króatíu verður erfiður en ef við náum upp sama leik og gegn Egyptalandi og Slóveníu þá eigum við að vinna þennan milliriðil. Þá er líklegast að við mætum Ungverjalandi í átta liða úrslitum og við eigum líka að vinna þá. Undanúrslitin eru góður

...