— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson

Nemendur í Grunnskólanum á Ísafirði sungu lag um sólarpönnukökur í gær í tilefni þess að sólin birtist Ísfirðingum á morgun, laugardag. Lagið er úr smiðju Gylfa Ólafssonar og frumflutti hann lagið í gær ásamt börnunum. Gylfi segir að lagið hafi verið samið eftir sólar­daginn á síðasta ári en dagurinn er haldinn hátíðlegur á Vestfjörðum þar sem hækkandi sól er fagnað og pönnukökur iðulega borðaðar.