Anna Huld Lárusdóttir fæddist í Stykkishólmi 22. mars 1944. Hún lést 14. desember 2024.

Foreldrar hennar voru hjónin Guðmunda Friðsemd Jónasdóttir, húsmóðir og verkakona, f. á Hellissandi 1921, d. 2005, og Lárus Kristinn Jónsson, klæðskeri og húsvörður, f. í Stykkishólmi 1913, d. 2002. Systkini Önnu Huldar eru Jón Kr. Lárusson, f. 1939, Björk Lárusdóttir, f. 1941, d. 2020, og Ósk Herdís Lárusdóttir Fulbright, f. 1946.

Anna giftist Sveinbirni Hafliðasyni, f. 20. júní 1939, d. 5. mars 2021, 1. september 1962. Sveinbjörn var aðallögfræðingur Seðlabanka Íslands. Dætur Önnu Huldar og Sveinbjarnar eru: 1) Eydís Kristín, f. 24. júní 1961, prófessor við Hjúkrunar- og ljósmóðurfræðideild HÍ, gift Sigurði Á. Snævarr, f. 1955, hagfræðingi. Fyrri eiginmaður hennar var Björn Thorarensen. Börn þeirra eru Sveinbjörn, f. 1984, sambýliskona hans er Julie

...