Hagræðing Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp.
Hagræðing Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra skipaði starfshóp. — Morgunblaðið/Eggert

For­sæt­is­ráðherra hef­ur skipað starfs­hóp sem á að skila til­lög­um um hagræðingu í rík­is­rekstri. Mun hóp­ur­inn meðal ann­ars styðjast við til­lög­ur al­menn­ings sem hafa borist síðustu vik­ur. Fjór­ir ein­stak­ling­ar hafa verið skipaðir í starfs­hóp­inn sem á að skila til­lög­um sín­um 28. fe­brú­ar. Hafa þau þegar tekið til starfa.

Hóp­inn skipa Björn Ingi Victors­son for­stjóri Steypu­stöðvar­inn­ar sem er formaður, Gylfi Ólafs­son, hag­fræðing­ur og fyrr­ver­andi for­stjóri Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­fjarða, Hild­ur Georgs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjá Fram­kvæmda­sýsl­unni – Rík­is­eign­um og fyrr­ver­andi yf­ir­lög­fræðing­ur Rík­is­kaupa, og Odd­ný Árna­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands eldri borg­ara (LEB) sem áður var deild­ar­stjóri hjá Valitor.

„Við erum mjög ánægð með viðtök­urn­ar og þetta er skemmti­legt verk­efni sem við bind­um mikl­ar von­ir við. Þetta hef­ur gengið mjög vel og hef­ur jarðtengt póli­tík­ina

...