Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem á að skila tillögum um hagræðingu í ríkisrekstri. Mun hópurinn meðal annars styðjast við tillögur almennings sem hafa borist síðustu vikur. Fjórir einstaklingar hafa verið skipaðir í starfshópinn sem á að skila tillögum sínum 28. febrúar. Hafa þau þegar tekið til starfa.
Hópinn skipa Björn Ingi Victorsson forstjóri Steypustöðvarinnar sem er formaður, Gylfi Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða, Hildur Georgsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Framkvæmdasýslunni – Ríkiseignum og fyrrverandi yfirlögfræðingur Ríkiskaupa, og Oddný Árnadóttir, framkvæmdastjóri Landssambands eldri borgara (LEB) sem áður var deildarstjóri hjá Valitor.
„Við erum mjög ánægð með viðtökurnar og þetta er skemmtilegt verkefni sem við bindum miklar vonir við. Þetta hefur gengið mjög vel og hefur jarðtengt pólitíkina
...