Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Kristianstad í Svíþjóð og hefur samið við félagið til ársloka 2026. Hún kemur frá Fiorentina á Ítalíu, þar sem hún hefur leikið í tvö og hálft ár og skorað níu mörk í 55…
Alexandra Jóhannsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er gengin til liðs við Kristianstad í Svíþjóð og hefur samið við félagið til ársloka 2026. Hún kemur frá Fiorentina á Ítalíu, þar sem hún hefur leikið í tvö og hálft ár og skorað níu mörk í 55 leikjum í A-deildinni en hefur fengið fá tækifæri í byrjunarliðinu á þessu tímabili. Með Kristianstad leika einnig landsliðskonurnar Hlín Eiríksdóttir, Guðný Árnadóttir og Katla Tryggvadóttir.