Friedrich Merz, leiðtogi og kanslaraefni kristilegra demókrata í Þýskalandi, hét því í gær að gera „grundvallarbreytingar“ á lögum um pólitískt hæli og innflytjendur. Yfirlýsing Merz kemur í kjölfar þess að flóttamaður frá Afganistan var …
Friedrich Merz
Friedrich Merz

Friedrich Merz, leiðtogi og kanslaraefni kristilegra demókrata í Þýskalandi, hét því í gær að gera „grundvallarbreytingar“ á lögum um pólitískt hæli og innflytjendur.

Yfirlýsing Merz kemur í kjölfar þess að flóttamaður frá Afganistan var handtekinn á miðvikudaginn eftir hnífstunguárás á hóp leikskólabarna. Tveir létust í árásinni, tveggja ára drengur ættaður frá Marokkó og 41 árs gamall þýskur karlmaður sem reyndi að verja börnin.

Merz sagði að hann væri ekki lengur tilbúinn að „samþykkja þessar aðstæður í Þýskalandi“ og sagði að ef hann yrði kanslari myndi hann beina því til innanríkisráðuneytisins á fyrsta degi að hafna öllum tilraunum til þess að koma ólöglega til landsins.