Hví er þetta látlausa þras um Evrópusambandið? Vitað er:
1. Við vorum búin að semja við ESB fyrir 10 árum um flestalla kaflana, en eftir stóðu kaflar um landbúnað og fiskveiðar.
2. Við erum nú þegar búin að innleiða um 80% af lögum og reglugerðum frá ESB.
3. Æðsti dómstóll okkar mála er í Strætisborg – ekki Hæstiréttur Íslands.
Legg ég því til að bætt verði við kjörseðil í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári valmöguleikanum:
Viltu ljúka aðildarviðræðum við ESB – já eða nei?
Spurningin er einföld en með svari fæst vilji þjóðar, næsta skref er að ljúka aðildarviðræðum og leggja svo þau gögn fyrir þjóðina, ekki
...