150 ár eru liðin frá því að Danir gáfu Íslendingum styttuna „Sjálfsmynd Thorvaldsens með vonargyðjuna“ eftir Bertel Thorvaldsen. Þessa var minnst með opnun nýrrar sýningar í Thorvaldsen-safninu í Kaupmannahöfn í nóvember á síðasta ári
VIÐTAL
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
150 ár eru liðin frá því að Danir gáfu Íslendingum styttuna „Sjálfsmynd Thorvaldsens með vonargyðjuna“ eftir Bertel Thorvaldsen. Þessa var minnst með opnun nýrrar sýningar í Thorvaldsen-safninu í Kaupmannahöfn í nóvember á síðasta ári. Eiríkur G. Guðmundsson, sagnfræðingur og fyrrverandi þjóðskjalavörður, hefur kannað sögu þekktustu verka Bertels á Íslandi, skírnarfontinn í Dómkirkjunni í Reykjavík og sjálfsmynd Thorvaldsens sem nú er í Hljómskálagarði. Hann hefur verið safninu innan handar og kynnt sér aðdraganda gjafarinnar, sem er athyglisverður.
„Styttan af Thorvaldsen sem var afhjúpuð á Austurvelli með viðhöfn á afmælisdegi Thorvaldsens 19. nóvember 1875 olli tímamótum í tvennum
...