Króatar hafa verið eitt af stórveldunum í karlahandboltanum í þrjátíu ár, eða síðan þeir komust í fyrsta skipti á verðlaunapall á stórmóti árið 1995. Þá fengu þeir silfurverðlaunin á HM á Íslandi eftir ósigur gegn Frökkum í úrslitaleik í Laugardalshöllinni
Króatía
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Króatar hafa verið eitt af stórveldunum í karlahandboltanum í þrjátíu ár, eða síðan þeir komust í fyrsta skipti á verðlaunapall á stórmóti árið 1995. Þá fengu þeir silfurverðlaunin á HM á Íslandi eftir ósigur gegn Frökkum í úrslitaleik í Laugardalshöllinni.
Þeir eiga í verðlaunasafninu tvenn ólympíugullverðlaun (1996 og 2004) og einn heimsmeistaratitil (2003) ásamt þrennum silfurverðlaunum á HM, þrennum á EM og svo bronsverðlaunum á Ólympíuleikum, HM og þrisvar á EM.
En króatíska liðið sem mætir Íslandi í Zagreb í leiknum mikilvæga á HM 2025 í kvöld hefur ekki átt sama gengi að fagna því frá því að liðið fékk bronsið á EM í Póllandi árið 2016 eru einu verðlaun þess silfrið á EM 2020.
...