Ólafur E.Jóhannsson
oej@mbl.is
Í vantraustsyfirlýsingu foreldra 60 barna á leikskólanum Maríuborg í Grafarholtshverfi í Reykjavík í garð leikskólastjórans, sem send var borgarráði fyrr í vikunni, er þess krafist að honum verði vikið frá störfum, en einnig er skorað á borgaryfirvöld að skoða mál sem að leikskólastjóranum snúa. Þar er þess farið á leit að yfirvöld kanni hversu margir foreldrar hafi sótt um flutning barna sinna úr Maríuborg í aðra leikskóla innan hverfisins og einnig að greind verði starfsmannavelta í leikskólanum síðustu ár m.t.t. fjölda starfsmanna, hlutfall faglærðra sem og hlutfall þeirra sem eru íslenskumælandi í þeim hópi.
Leikskólastjórinn var ráðinn í fast starf 1. janúar 2024, en kvartanir yfir framferði hans hófust fyrr og segir í bréfi foreldra til borgarráðs að allt frá haustinu 2023 hafi
...