Við í Viðreisn vitum að heimilisleysi er fjölþættur og flókinn vandi sem og aðstæður sem kalla á samþættingu ólíkra þjónustukerfa.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir

Í borgarstjórn í vikunni endurnýjuðum við stefnu Reykjavíkur í málefnum heimilislausra með flóknar þjónustuþarfir.

Okkur í Viðreisn eru velferðarmál hugleikin og höfum við ávallt lagt áherslu á öfluga velferðarþjónustu, uppbyggingu hennar og þróun. Velferðarmál fljúga oft undir radar og rata ekki á forsíður net- eða prentmiðla nema þegar skóinn kreppir mikið að. Það hefur ekki borið mikið á velferðarmálum borgarinnar undanfarin ár vegna þess að unnið hefur verið frábært starf í málaflokknum og hef ég áður sérstaklega dregið fram þakklæti mitt til okkar góða starfsfólks sem vinnur af heilum hug að því að veita framúrskarandi þjónustu í þágu íbúa borgarinnar. Einnig vil ég hrósa Velferðarráði Reykjavíkur fyrir öflugt og metnaðarfullt starf þar sem unnið er af ástríðu og heilindum.

Reykjavík ein

...