„Þetta var alveg rosalegt sjokk,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, um nýja gróðurelda sem nú herja á borgina og nágrenni hennar. Um 4.000 slökkviliðsmenn í Los Angeles og nágrenni glímdu í gær við…
Gróðureldar Þyrlur voru notaðar við slökkvistarf í Los Angeles í gær.
Gróðureldar Þyrlur voru notaðar við slökkvistarf í Los Angeles í gær. — AFP/Apu Gomes

„Þetta var alveg rosalegt sjokk,“ segir Agla Friðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Los Angeles, um nýja gróðurelda sem nú herja á borgina og nágrenni hennar.

Um 4.000 slökkviliðsmenn í Los Angeles og nágrenni glímdu í gær við Hughes-gróðureldinn sem blossaði upp í fyrrakvöld, en eldurinn hefur þegar lagt undir sig um 3.800 hektara lands.

„Við vorum að vonast til að smám saman færi lífið að færast í eðlilegt horf,“ segir Agla. „Það eru nokkrar íslenskar fjölskyldur þarna í Santa Clarita og ég veit af fólki sem var byrjað að pakka niður eftir að þau fengu rýmingarviðvörun, sem er varúðarstig áður en fólk fær tilskipun um rýmingu,“ segir hún en bætir við að hún vonist til að ekki verði af því. Íbúar borgarinnar eru orðnir langþreyttir á ástandinu. » 6 og 13