Valbjörg Elsa Haraldsdóttir hárgreiðslumeistari fæddist 27. mars 1948 á Ísafirði. Hún lést á Landspítalanum 7. janúar 2025.

Foreldrar hennar voru Haraldur Valdimarsson verkstjóri frá Blámýrum í Ögursveit, f. 26.6. 1916, d. 15.11. 1965, og Brynhildur Ingibjörg Jónasdóttir ljósmóðir frá Sléttu við Ísafjarðardjúp, f. 8.5. 1920, d. 27.5. 1993. Systur Elsu voru Þórunn, f. 8.3. 1946, d. 1.12. 2024, og Jóna Vigdís, f. 10.3. 1951, d. 1.8. 2002. Hálfbróðir Elsu samfeðra var Árni Sigursteinn, f. 29.6. 1944, d. 9.5. 2014.

Árið 1971 giftist Elsa Sigurði K. Guðjónssyni klæðskera, f. 15.6. 1947, d. 4.3. 2024. Þau skildu. Sonur þeirra er Jóhann Tómas lögmaður, f. 27.7. 1974. Maki hans er Árný Jónína Guðmundsdóttir, f. 1979. Dætur þeirra eru Elsa Lovísa, f. 2008, og Ásta Rakel, f. 2012.

Elsa ólst upp á Ísafirði

...