Samkvæmt frétt CNN lítur bankastjóri alþjóðabankans JPMorgan Chase, Jamie Dimon, á hótanir Donalds Trump um tolla sem einfalda samningatækni. Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann muni setja 10% tolla á allar vörur…
Leiðtoginn Stuðningsmenn Trumps fara almennt ekki með veggjum.
Leiðtoginn Stuðningsmenn Trumps fara almennt ekki með veggjum. Roberto Schmidt/AFP

Samkvæmt frétt CNN lítur bankastjóri alþjóðabankans JPMorgan Chase, Jamie Dimon, á hótanir Donalds Trump um tolla sem einfalda samningatækni.

Trump, nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann muni setja 10% tolla á allar vörur innfluttar frá Kína og 25% tolla á vörur frá Mexíkó og Kanada. Einnig hefur hann hótað auknum tollum á vörur frá Evrópusambandinu. Gert er ráð fyrir að sumir þessa tolla taki gildi 1. febrúar.

Dimon er þessa dagana staddur í Davos í Sviss á World Economic Forum. Þar virðist hann vera nokkuð kokhraustur meðal elítunnar og segir mönnum einfaldlega að þetta sé staðan. Þetta sé líka fín samningatækni hjá forsetanum. Hins vegar sé augljóst að Trump sé með þessu að fá lönd heimsins að borðinu til að stokka upp spilin á ný, Bandaríkjunum í hag. Alls ekki sé víst að þessir

...