Söngvamyndin Emilia Pérez hlaut alls 13 tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2025 þegar upplýst var um val Bandarísku kvikmyndaakademíunnar í gær. Það er nýtt met í tilnefningum til handa mynd sem leikin er á öðru tungumáli en ensku, en fyrra metið…
Kvennablómi Leikkonurnar Karla Sofia Gascon, Zoe Saldana og Selena Gomez á rauða dreglinum í Los Angeles í október á síðasta ári. Þær leika allar í kvikmyndinni Emilia Pérez. Bæði Gascon og Saldana eru tilnefndar fyrir leik sinn í myndinni, en Gascon er fyrsta trans leikkonan (svo vitað sé til) sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna.
Kvennablómi Leikkonurnar Karla Sofia Gascon, Zoe Saldana og Selena Gomez á rauða dreglinum í Los Angeles í október á síðasta ári. Þær leika allar í kvikmyndinni Emilia Pérez. Bæði Gascon og Saldana eru tilnefndar fyrir leik sinn í myndinni, en Gascon er fyrsta trans leikkonan (svo vitað sé til) sem tilnefnd er til Óskarsverðlauna. — AFP/Etienne Laurent

Silja Björk Huldudóttir

silja@mbl.is

Söngvamyndin Emilia Pérez hlaut alls 13 tilnefningar til Óskarsverðlaunanna 2025 þegar upplýst var um val Bandarísku kvikmyndaakademíunnar í gær. Það er nýtt met í tilnefningum til handa mynd sem leikin er á öðru tungumáli en ensku, en fyrra metið áttu myndirnar Crouching Tiger, Hidden Dragon (2001) og Roma (2018) með 10 tilnefningar hvor mynd.

Næstflestar tilnefningar ársins hlutu períóðudramað The Brutalist og söngleikurinn Wicked eða 10 talsins hvor kvikmynd.

Kvikmyndin Snerting eftir samnefndri skáldsögu Ólafs Jóhanns Ólafssonar í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut ekki náð fyrir augum meðlima akademíunnar, en hún hafði verið á langlistanum

...