Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Það er ánægjulegt að ríkisstjórnin hafi skapað umræðu um þau ómældu tækifæri sem eru til hagræðingar hjá hinu opinbera. Það má hrósa fyrir það sem vel er gert. Fæstar hagræðingartillögur hafa þó á liðnum árum fengið stuðning meirihluta þingsins. Sá dapri veruleiki blasir við skattgreiðendum að meirihluti þingmanna vill fremur auka útgjöld en auka skilvirkni í rekstri ríkisins. Samfylkingin og Flokkur fólksins, sem nú sitja í ríkisstjórn, gagnrýndu fyrri ríkisstjórnir harðlega, og okkur sjálfstæðismenn sérstaklega, fyrir að ráðast ekki í aukin útgjöld. En batnandi mönnum er best að lifa – einnig stjórnmálamönnum.

Ég hef alltaf talið það eina af grunnskyldum þingmanna að tryggja að vel sé farið með sameiginlega fjármuni og að rekstur ríkisins sé skilvirkur og hagkvæmur. Þess vegna mun ég styðja allar góðar tillögur um hagræðingu, minni ríkisumsvif og betri þjónustu hins

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir