Sonja Steinarsdóttir er formaður Sérsveitarinnar, stuðningsmannahóps íslensku landsliðanna í handbolta. Sérsveitin fagnar sjö ára afmæli sínu á árinu og eru flestir meðlimir hennar mættir til Zagreb að fylgjast með HM karla
Zagreb Sonja kát á hóteli sínu í Zagreb. Hún er auðvitað ánægð með gengi íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu eftir fjóra sigra í fjórum leikjum.
Zagreb Sonja kát á hóteli sínu í Zagreb. Hún er auðvitað ánægð með gengi íslenska liðsins á heimsmeistaramótinu eftir fjóra sigra í fjórum leikjum. — Morgunblaðið/Eyþór

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Sonja Steinarsdóttir er formaður Sérsveitarinnar, stuðningsmannahóps íslensku landsliðanna í handbolta. Sérsveitin fagnar sjö ára afmæli sínu á árinu og eru flestir meðlimir hennar mættir til Zagreb að fylgjast með HM karla.

„Sérsveitin varð til á gólfinu í Húsasmiðjunni. Það voru nokkrir starfsmenn þar sem byrjuðu þetta ævintýri. Það var árið 2018 fyrir kvennaleik á Ásvöllum. Síðan þróaðist þetta í að fara á stórmót. Það voru góðir vinir sem vildu gera eitthvað skemmtilegt fyrir handboltann sem byrjuðu þetta. Það varð svo til samtal á milli okkar og HSÍ.

Ég hafði verið að ýta á eftir handboltadeild innan Tólfunnar í fótboltanum. Það var ekki í boði og úr því varð þetta. Þetta er í raun félagsskapur fyrir

...