Magnea Marín Halldórsdóttir
Nýlega rakst ég á íslensku myndina Topp 10 möst, eftir Ólöfu Birnu Torfadóttur, á Sjónvarpi Símans. Leikhópurinn náði athygli minni um leið en Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir fara þar með aðalhlutverk. Þá fer Ólafía Hrönn Jónsdóttir með aukahlutverk þar sem hún er að vanda fyndin og eftirminnileg, þrátt fyrir skamman tíma á skjánum.
Helga Braga leikur Örnu, listakonu sem orðin er þreytt á lífinu, hún virðist upplifa það sama dag eftir dag og er greinilega einmana. Röð atvika leiðir svo til þess að hún gerir lista sem ber titilinn „Topp 10 möst áður en ég drep mig“ og leggur af stað á vit ævintýranna. Tanja Björk leikur hina ungu og reiðu Mjöll sem situr af sér fangelsisdóm en fær tveggja tíma leyfi til að fylgja föður sínum
...