Þorri gekk í garð í gær, föstudag í 13. viku vetrar. Árni Björnsson rekur í kafla um tímatal í 7. bindi Íslenskrar þjóðmenningar að ekki sé ljóst hvernig fornu mánuðirnir voru stilltir af í öndverðu
Tungutak
Gísli Sigurðsson
gislisi@hi.is
Þorri gekk í garð í gær, föstudag í 13. viku vetrar. Árni Björnsson rekur í kafla um tímatal í 7. bindi Íslenskrar þjóðmenningar að ekki sé ljóst hvernig fornu mánuðirnir voru stilltir af í öndverðu. Í Skáldskaparmálum Snorra Eddu segir: „Frá jafndægri er haust, til þess er sól sest í eyktarstað. Þá er vetur til jafndægris, þá er vor til fardaga, þá er sumar til jafndægris.“ Í fornu rímtali frá dögum Snorra er stöku sinnum vísað til þess hvernig heiðnir menn töluðu um tímatal og himintungl: „Heiðnir menn gáfu nöfn sólmerkjum eftir því sem þeim þótti veðráttu farið eða gróða hvern mánuð.“
Með sólmerkjum er átt við það sem
...