Albert Þór Jónsson
Skortur á samkeppni og framtíðarsýn hafa haft veruleg áhrif á þróun heilbrigðiskerfisins á undanförnum árum. Í ljósi þess að 30% af ríkisútgjöldum fara til heilbrigðismála hefur mikilvægi meðferðar fjármuna aldrei verið meira. Hámarka þarf nýtingu fjármuna skattgreiðenda og það gerist með því að vera með næga samkeppni á markaði milli aðila sem starfa í opinbera kerfinu og þeirra sem starfa á einkamarkaði. Skilgreina þarf virðiskeðjuna betur. Hefjum sókn í heilbrigðismálum og gerum íslenska heilbrigðiskerfið öflugra og skilvirkara með breyttri stefnumörkun og framtíðarsýn sem tekur mið af viðskiptavinum þess, sem eru íslenskir skattgreiðendur. Æskilegt er að íslenska heilbrigðiskerfið hafi ákveðna grunnþjónustu fyrir alla landsmenn án endurgjalds en að sérhæfðari meðferðir séu fáanlegar á markaði. Með þessu er gætt jafnræðissjónarmiða auk þess að virkja einkageirann
...