Ljóð Pólstjarnan fylgir okkur heim ★★★★· Eftir Margréti Lóu Jónsdóttur. Salka, 2024. Kilja, 37 bls.
Skáldið Rýnir segir verkið fallega skrifaðan ljóðaseið um liðinn tíma, minningar og vonina.
Skáldið Rýnir segir verkið fallega skrifaðan ljóðaseið um liðinn tíma, minningar og vonina. — Morgunblaðið/Karítas

Bækur

Einar Falur Ingólfsson

Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar voru fyrst veitt fyrir þremur áratugum, í byrjun fyrir skáldsögu annað hvert ár en frá 2005 árlega fyrir ljóðahandrit. Það er vel við hæfi að minnast skáldsins Tómasar með svo uppbyggilegum hætti og hefur valnefndunum auðnast að verðlauna mörg áhugaverð handrit á þeim árum, eftir bæði nýliða í útgáfu ljóða og reynslubolta. Nýjasti verðlaunahafinn og sá nítjándi fyllir svo sannarlega seinni flokkinn, því Margrét Lóa Jónsdóttir hefur áður sent frá sér 11 ljóðabækur og skáldsögu að auki; í á fjórða áratug hefur rýnir reglulega lesið skrif hennar og stundum fjallað um þau.

Pólstjarnan fylgir okkur heim er einn samfelldur bálkur sem teygist yfir rúmlega 30 síður, knappur og fagmannlega slípaður af þjálfuðu

...