Boðið verður upp á tangósýningu og tónleika á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20. Þar leiða „gleðisveitin Mandólín, tangódansararnir Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya og söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir“ áhorfendur…

Boðið verður upp á tangósýningu og tónleika á Nýja sviði Borgarleikhússins annað kvöld kl. 20. Þar leiða „gleðisveitin Mandólín, tangódansararnir Bryndís Halldórsdóttir og Hany Hadaya og söngkonan Kristjana Arngrímsdóttir“ áhorfendur „í gegnum dásamlega kvöldstund í faðmi heims- og tangótónlistar, þar sem fallegur söngur, ástríðufullur dans, tregafullt klarínettusóló, púlserandi harmonikkusláttur og fjörugar fiðlur sameinast,“ eins og segir í viðburðarkynningu. Að tónleikunum loknum verður slegið upp tangóballi með Mandólín og DJ Þórði. Miðar fást á tix.is.