John heitinn Sykes þótti afburðamaður á hljóðfæri sitt, gítarinn.
John heitinn Sykes þótti afburðamaður á hljóðfæri sitt, gítarinn. — Wikimedia

Andlát Breski rokkgítarleikarinn John Sykes lést í vikunni, 65 ára að aldri. Banamein hans var krabbamein. Sykes kom víða við á löngum ferli en er líklega þekktastur fyrir veru sína í White­­snake í áttunni. Hann lék inn á tvær breiðskífur, Slide It In og Whitesnake, og tók þátt í að semja lög á borð við Still of the Night og Is This Love. Sykes lék einnig með Thin Lizzy, Tygers of Pan Tang, Blue Murder og fleirum.