Sumir segja að það að koma hingað sé eins og að koma heim í mat til mömmu en aðeins fínna. Það er tilvalið að bjóða ömmu og afa í gellur
Óðinn og Tómas vilja fá fólk til að borða meiri fisk.
Óðinn og Tómas vilja fá fólk til að borða meiri fisk. — Morgunblaðið/Ásdís

Morgunblaðið/Ásdís

Á Mar á Frakkastíg er starfsfólk í óðaönn að undirbúa kvöldið þegar blaðamaður hittir þá Tómas Þóroddsson og Óðin Birgi Árnason einn eftirmiðdag í vikunni. Þeir félagar eru báðir eigendur ásamt Árna Evert Leóssyni, en Óðinn ber ábyrgð á eldhúsinu sem yfirkokkur.

Fiskistaður í miðju landi

„Við opnuðum fyrst á Selfossi í júlí í fyrra og staðurinn sló í gegn. Þannig að þetta er í raun útibú hér í Reykjavík,“ segir Tómas, en báðir búa þeir yfir langri reynslu í veitingageiranum.

„Miðbærinn á Selfossi er svo spennandi að við ákváðum að opna þar sjávarréttastað inni í miðju landi, sem sumum fannst glapræði,“ segir Tómas og brosir.

„Það

...