Fyrirhugaður hótelturn á Skúlagötu 26 er farinn að teygja sig til himins og er búið að steypa bílakjallara og fyrstu hæðirnar. Kettle Collective, arkitektastofa skoska arkitektsins Tonys Kettles, fer með hönnun útlits hótelsins en fram kom í samtali …
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Fyrirhugaður hótelturn á Skúlagötu 26 er farinn að teygja sig til himins og er búið að steypa bílakjallara og fyrstu hæðirnar.
Kettle Collective, arkitektastofa skoska arkitektsins Tonys Kettles, fer með hönnun útlits hótelsins en fram kom í samtali við Kettle í Morgunblaðinu í ársbyrjun 2020 að skapa ætti nýtt kennileiti í borginni.
Hótelturninn verður 17 hæðir og með 210 herbergjum. Steypt verður lyftu- og stigahús og stáleiningum raðað utan um það.
Með útsýni yfir sundin
Fram kom í Morgunblaðinu 14. mars sl. að á annarri efstu hæð hótelsins yrði bar með útsýni yfir miðborgina og sundin og fyrir ofan hann yrði útsýnisverönd á þakinu.
...