60 ára Katrín fæddist í Bandaríkjunum en ólst upp í Reykjavík og á Seltjarnarnesi og lauk stúdentsprófi frá MR. Hún hlaut styrk til náms í Bandaríkjunum og lauk bakkalárgráðu í hagfræði frá Occidental College með stærðfræði sem aukagrein. Að því loknu fluttist hún á austurströnd Bandaríkjanna, þar sem hún lauk meistaranámi í vinnumarkaðshagfræði við Cornell University. Að námi loknu starfaði hún fyrst í fjármálaráðuneytinu og síðar á Þjóðhagsstofnun sem forstöðumaður þjóðhagsspár.

„Á þessum árum fræddist ég um allt sem varðar ríkisfjármál og fjárlagagerð og um allt sem varðar íslenskan þjóðarbúskap og gerð þjóðhagsspáa. Jafnframt kynntist ég fjölmörgu fróðu og skemmtilegu fólki.“

Næst tók Katrín skrefið inn í akademíuna og meðfram því að starfa sem lektor lauk hún doktorsnámi frá Cornell University. Í HR kom hún m.a. að því að setja á fót námslínu í hagfræði. Þá var hún utanaðkomandi sérfræðingur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands um tíu ára skeið

...