Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), segist hafa heyrt af mörgum dæmum um að fyrirtæki hafi misst starfsfólk til opinbera geirans vegna sérkjara sem þar gilda
Byggt við Hlíðarenda Dæmi eru um að borgin hafi yfirboðið einkafyrirtæki.
Byggt við Hlíðarenda Dæmi eru um að borgin hafi yfirboðið einkafyrirtæki. — Morgunblaðið/Árni Sæberg

Baldur Arnarson

baldura@mbl.is

Anna Hrefna Ingimundardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri og forstöðumaður efnahagssviðs hjá Samtökum atvinnulífsins (SA), segist hafa heyrt af mörgum dæmum um að fyrirtæki hafi misst starfsfólk til opinbera geirans vegna sérkjara sem þar gilda.

Tilefnið er frétt í Morgunblaðinu í gær en þar var rætt við forstjóra fyrirtækis sem sagðist hafa misst starfsmann til borgarinnar eftir að starfsmanninum voru boðin hærri laun og styttri vinnutími.

Því vaknar sú spurning hvort innstæða sé fyrir því að hið opinbera bjóði betur en einkafyrirtæki. Jafnframt hvort það sé óvænt afleiðing kjarasamninganna 2019-2020 að hið opinbera geti gengið lengra í að stytta vinnuvikuna og flýta orlofsávinnslu en einkafyrirtæki.

...