Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í fyrrakvöld að leyndarhjúpi skyldi aflétt af öllum þeim skjölum sem Bandaríkjastjórn býr yfir um morðin á Kennedy-bræðrum og Martin Luther King yngri. Trump sagði við undirritun forsetatilskipunar sinnar að…
Trump Bandaríkjaforseti fyrirskipaði í fyrrakvöld að leyndarhjúpi skyldi aflétt af öllum þeim skjölum sem Bandaríkjastjórn býr yfir um morðin á Kennedy-bræðrum og Martin Luther King yngri.
Trump sagði við undirritun forsetatilskipunar sinnar að margir hefðu beðið lengi eftir því að fá að sjá gögnin og hét hann því að allt yrði leitt í ljós. Sagði Trump jafnframt að það væri í þjóðarhag að öll opinber gögn um morðin kæmu í dagsljósið.
Áætlað er að 97% af öllum gögnum bandaríska þjóðskjalasafnsins um morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta hafi verið birt. Þrátt fyrir það eru enn þúsundir skjala óbirtar með vísan til þjóðaröryggis Bandaríkjanna.