Njarðvík Ena Viso er farin eftir hálft annað ár á Suðurnesjum.
Njarðvík Ena Viso er farin eftir hálft annað ár á Suðurnesjum. — Morgunblaðið/Karítas

Njarðvíkingar hafa skipt um erlendan leikmann í kvennaliði sínu í körfuknattleik. Danska landsliðskonan Ena Viso er farin frá félaginu eftir að hafa spilað með því í rúmlega hálft annað ár og staðinn er komin Paulina Hersler, sænskur framherji sem er 1,90 m á hæð. Paulina er þrítug og lék síðast með Al Ahly Cairo í úrvalsdeildinni í Egyptalandi en áður með Estudiantes á Spáni og víða um Evrópu fram að því, m.a. í Bretlandi, Ítalíu og Slóveníu.