Kosningabaráttan í Þýskalandi hefur harðnað mjög síðustu daga, enda er nú einungis tæpur mánuður til sambandsþingkosninganna 23. febrúar. Innflytjendamál voru þegar ofarlega á baugi í baráttunni, en hnífstunguárás í borginni Aschaffenburg í…
Aschaffenburg Barn vitjar staðarins þar sem árásin var gerð, en þar hefur fólk lagt blóm, kerti og leikfangabangsa.
Aschaffenburg Barn vitjar staðarins þar sem árásin var gerð, en þar hefur fólk lagt blóm, kerti og leikfangabangsa. — AFP/Kirill Kudryavtsev

Sviðsljós

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Kosningabaráttan í Þýskalandi hefur harðnað mjög síðustu daga, enda er nú einungis tæpur mánuður til sambandsþingkosninganna 23. febrúar. Innflytjendamál voru þegar ofarlega á baugi í baráttunni, en hnífstunguárás í borginni Aschaffenburg í Bæjaralandi á miðvikudag hefur ýtt verulega undir umræðuna um stöðu innflytjenda og hælisleitenda í Þýskalandi.

Tuttugu og átta ára karlmaður frá Afganistan réðst þar á hóp leikskólabarna í lystigarði með eldhúshníf og myrti tvo, tveggja ára barn, ættað frá Marokkó, og þýskan 41 árs gamlan karlmann sem reyndi að verja börnin. Þá særði maðurinn þrjá í árásinni, þeirra á meðal tveggja ára stelpu frá Sýrlandi.

Þýskir fjölmiðlar hafa í

...