Árni Grétar Jóhannesson fæddist 6. desember 1983. Hann lést 4. janúar 2025.
Útför hans fór fram 16. janúar 2025.
Í dag, þegar þetta er ritað, kvöddum við Árna Grétar aka Futuregrapher og jarðarförin var falleg og ljúf þrátt fyrir að andlátið hafi verið harmi þrungið. Ljúfar minningar um Árna heimsóttu hugann og við áttum saman ferðalag um líf hans þegar við hlustuðum á vel skrifuð minningarorð. Það var svo auðvelt að þykja vænt um þennan ljúfa og kærleiksríka mann og vinirnir því margir og kirkjan stútfull og líklega margir þurft frá að hverfa. Við Árni unnum saman nokkrum sinnum og gaf hann út nokkur lög og eina jólaplötu með mér, auk þess tók hann þátt í nokkrum gjörningum. Samstarfið var fallegt og skemmtilegt og mikið var hlegið. Síðustu misserin var erfiðara og erfiðara að ná sambandi við hann svo samskiptin urðu lítil, en ég gladdi
...