Ef ég ættti að þrjú nefna atriði er varða arfleifð Friðriks Ólafssonar, sem verður 90 ára á morgun, myndi ég nefna þetta: Þegar hann settist að tafli þá var það viðburður, sprengikrafturinn í stílnum og hversu frábær fulltrúi skáklistarinnar hann…
Fyrsti stórmeistarinn Friðrik Ólafsson fagnar 90 ára afmæli á morgun.
Fyrsti stórmeistarinn Friðrik Ólafsson fagnar 90 ára afmæli á morgun.

Skák

Helgi Ólafsson

helol@simnet.is

Ef ég ættti að þrjú nefna atriði er varða arfleifð Friðriks Ólafssonar, sem verður 90 ára á morgun, myndi ég nefna þetta: Þegar hann settist að tafli þá var það viðburður, sprengikrafturinn í stílnum og hversu frábær fulltrúi skáklistarinnar hann hefur verið innan lands sem utan í meira en 75 ár.

En það eru þættir í fari hans sem eru kannski minna þekktir. Þegar við vorum að vinna saman að skákævisögu hans, sem HÍB gat út, ræddum við hin aðskiljanlegustu efni, perlu As Suli sem kalla má djásn arabískrar skáklistar, sem vinur hans Averbakh hafði upp úr þúsund ára gleymsku, uppruna hneftafls, Chaturanga og herför Alexanders mikla til Indlands árið 326 fyrir

...