„Þetta byrjaði með látum í hádeginu hjá okkur í Múlakaffi með hlaðborði þar sem á annað hundrað manns mættu. Stemmningin fyrir þorranum er gríðarleg,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi, við Morgunblaðið í gær og hafði…
— Morgunblaðið/Eggert Jóhannesson

„Þetta byrjaði með látum í hádeginu hjá okkur í Múlakaffi með hlaðborði þar sem á annað hundrað manns mættu. Stemmningin fyrir þorranum er gríðarleg,“ sagði Jóhannes Stefánsson, veitingamaður í Múlakaffi, við Morgunblaðið í gær og hafði með naumindum tíma til að segja nokkur orð þar sem hann var um það bil að hleypa gríðarmikilli veislu af stokkunum í Kópavoginum. „Þetta verður stærsta þorraveisla sem haldin hefur verið, hér koma 2.500 manns,“ sagði þorrakóngurinn annálaði enn fremur, „það er bjart fram undan á þorranum, mikið að gera og endalausar veislur.“