Tónlistin tikkar á raftónlistarbedda, indíblær hangir yfir og poppnef Hildar er sömuleiðis á fullu spani.
Listakona Hildur skilar inn ansi öruggu verki á sinni fyrstu breiðskífu.
Listakona Hildur skilar inn ansi öruggu verki á sinni fyrstu breiðskífu. — Ljósmynd/Juliette Rowland

TÓNLIST

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Framfærsla Hildar í spjallþætti Gísla Marteins fyrir stuttu var glæst. Þar flutti hún opnunarlag plötunnar sem hér er til umfjöllunar, „Dúnmjúk“. Lagið er hægstreymt og tilfinningaþrungið, eðallag mikið þar sem alvara lífsins er klædd upp í lokkandi poppbúning. Áran yfir klippunni er í senn nútímaleg og sígild og það tókst að draga fram áhrif frá drottningum fyrri tíma, þeim Agnethu Fältskog og Stevie Nicks eins og Hildur ræðir sjálf um á Instagram-reikningi sínum. Þetta var ekki slæmt upphaf á þessu poppári.

Hildur, eða Hildur Kristín Stefánsdóttir, hefur verið þátttakandi í íslensku tónlistarsenunni um langt skeið. Hún er upptökustjóri, lagahöfundur, söngkona og spilar auk þess á ýmis

...