„Hann varð hundfúll þegar ég braut á honum í bumbuboltanum.“ Óþarfa viðkvæmni. Aðalatriðið er þó að þarna er sögnin að brjóta notuð persónulega: ég braut. En svo er ópersónuleg notkun: bátinn braut í spón, ána brýtur á steini, sjóinn…
„Hann varð hundfúll þegar ég braut á honum í bumbuboltanum.“ Óþarfa viðkvæmni. Aðalatriðið er þó að þarna er sögnin að brjóta notuð persónulega: ég braut. En svo er ópersónuleg notkun: bátinn braut í spón, ána brýtur á steini, sjóinn brýtur á skerinu, kirkjuna braut í rokinu. Gætum þess að „sjórinn“ brjóti ekki á klettum.