Garðar Árni Garðarsson
Íslandi má líkja við hjarta sem slær í miðju Norður-Atlantshafi. Líkt og mannslíkaminn er háður æðum til að flytja blóð milli hjarta og heila er Ísland háð sæstrengjum sem tengja landið við umheiminn. Þeir eru burðarás samfélagsins og án þeirra yrði Ísland líkt og hjarta sem hefur misst tengsl við líkamann. Ísland er því í raun lífsháð þessum sæstrengjum.
Sæstrengirnir tryggja flæði samskipta við landið og eru lífæðar sem halda samfélaginu gangandi. Rofni þetta flæði eru afleiðingarnar augljóslega gríðarlega alvarlegar.
Þótt gervihnattasamskipti geti talist lausn að ákveðnu marki koma þau ekki í stað fjarskiptastrengja, enda eru lausnir þeirra bæði tímabundnar og takmarkaðar. Standa verður vörð um sæstrengina og tryggja að þeir starfi með fullnægjandi hætti, enda gætu
...