Miðsvæðið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik er orðið að enn þéttari pakka en áður eftir að Valur og ÍR unnu útisigra í Keflavík og Þorlákshöfn í gærkvöld. Þar með eru öll fjögur liðin sem léku þessa tvo leiki jöfn með 14 stig og deila fimmta til níunda sætinu með einu liði til viðbótar, KR-ingum
Víðir Sigurðsson
vs@mbl.is
Miðsvæðið í úrvalsdeild karla í körfuknattleik er orðið að enn þéttari pakka en áður eftir að Valur og ÍR unnu útisigra í Keflavík og Þorlákshöfn í gærkvöld.
Þar með eru öll fjögur liðin sem léku þessa tvo leiki jöfn með 14 stig og deila fimmta til níunda sætinu með einu liði til viðbótar, KR-ingum.
ÍR-ingar unnu magnaðan sigur á Þór í Þorlákshöfn, 95:94, eftir gríðarlega tvísýna baráttu allan tímann.
Zarko Jukic skoraði sigurkörfuna fyrir ÍR þremur sekúndum fyrir leikslok og þetta voru einu stigin sem hann skoraði í leiknum þrátt fyrir að leika í rúmar 24 mínútur með
...