Laimonas Dom Baranauskas býður upp á spjall um sýningu sína Árin á milli, sem nú stendur yfir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, á morgun, sunnudaginn 26. janúar, kl. 14. Aðgangur er ókeypis
Laimonas Dom Baranauskas býður upp á spjall um sýningu sína Árin á milli, sem nú stendur yfir í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur, á morgun, sunnudaginn 26. janúar, kl. 14. Aðgangur er ókeypis.
Á sýningunni má sjá gamlar stúdíóljósmyndir renna saman við nýteknar myndir. „Sú hugmynd að fegurð sé einungis bundin við ungt fólk er lífseig í samfélaginu. Markmið Laimonas Dom Baranauskas með sýningunni Árin á milli er að storka þessari hugmynd með því að sýna þá fegurð og sérstöðu sem aldurinn færir fólki,“ segir í tilkynningu. Sýningunni lýkur
2. febrúar.