Berglind María Tómasdóttir
Berglind María Tómasdóttir

Berglind María Tómasdóttir og Eyjólfur Eyjólfsson flytja verkið Ventus ásamt flautuseptettinum viibra í Ásmundarsafni við Sigtún laugardaginn 25. janúar kl. 13, en tónleikarnir eru hluti af dagskrá Myrkra músíkdaga 2025.

„Berglind og Eyjólfur hafa í sameiningu verið að kanna hljóðheim náttúruflauta sem smíðaðar eru úr hvönn og rabarbara, efnivið sem finna má víða í íslenskri náttúru yfir sumartímann. Verkið Ventus er afrakstur þessarar könnunar,“ segir í tilkynningu.

Almennt miðaverð á safnið gildir ásamt hátíðarpössum Myrkra músíkdaga.