Rétt og sanngjarnt er að nýkjörnir þingmenn Alþingis ógildi kosningu Þórðar Snæs Júlíussonar. Enginn grundvöllur er til kæru slíkrar niðurstöðu.
Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson
Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson

Hannes Þórður Hafstein Þorvaldsson

Rétt og sanngjarnt er að nýkjörnir þingmenn Alþingis kjósi kosningu Þórðar Snæs Júlíussonar ógilda.

Augljóst er að framboð hans, eða öllu heldur „ekki-framboð“ hans sem 3. maður á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður var gallað – þar sem hann hafði ekki vilja til að fylgja því eftir og lýsti því yfir opinberlega að það væri dregið til baka.

Einnig er ljóst að vera hans á framboðslistanum, þar sem of seint var að fjarlægja nafn hans af kjörseðlum, hafði áhrif á niðurstöðu kosninganna – sem og að opinberar yfirlýsingar hans um að hann hygðist ekki taka þingsæti höfðu sín áhrif á niðurstöðu kosninganna og hvernig vilji kjósenda skilaði sér.

Ekki er hægt að ætla Þórði neinn meinhug í málinu og

...