Ólöf Arnalds, Skúli Sverrisson og Davíð Þór Jónsson halda tónleika undir yfirskriftinni „Ég heyri þig hugsa“ í Salnum á morgun, 26. janúar, kl. 13.30. Eru þeir hluti af tónleikaröðinni Tíbrá.
„Tónlist Skúla Sverrissonar er í forgrunni þessara tónleika en Skúli á að baki magnaðan feril sem tónskáld og bassaleikari,“ segir í tilkynningu. „Hljóðheimur Skúla er stór, allt að því sinfónískur, og hentar því hlýjum og voldugum hljóðheimi Salarins einstaklega vel.“