Samfélagsmiðlastjarnan Sod Akhtar sem hefur verið á ferðalagi um Ísland síðustu daga hefur vakið athygli á TikTok þar sem hann hefur deilt myndböndum af frumlegum og stundum óvenjulegum upplifunum sínum af landinu. Sod, sem starfar í fjármálageiranum í New York – sem hann segist hafa verið „neyddur í“ þrátt fyrir að dreyma um að starfa við kökusmökkun – lýsir ferðinni sem heilunarleiðangri þar sem hann vildi brjóta upp daglega rútínu og kynnast framandi menningu. Hann er með yfir 300 þúsund fylgjendur á TikTok og hefur vakið athygli fyrir einstaka nálgun sína að Íslandi. Hann hefur meðal annars borðað sushi í Reynisfjöru, smakkað kókómjólk og hindberja-croissant við sólarupprás í miðbæ Reykjavíkur, líkt íslenskum fossum við spenntar konur og borðað köku í heitri náttúrulaug – sem hann segir þó að hafi verið „ísköld“. Nánar um málið á k100.is