Sænska knattspyrnufélagið GAIS frá Gautaborg gekk í gær frá kaupum á Róberti Frosta Þorkelssyni, 19 ára sóknartengilið úr Stjörnunni, og samdi við hann til fimm ára. Róbert Frosti var í stóru hlutverki hjá Stjörnunni á síðasta tímabili, en hann…
Sænska knattspyrnufélagið
GAIS frá Gautaborg gekk í gær frá kaupum á Róberti Frosta Þorkelssyni, 19 ára sóknartengilið úr Stjörnunni, og samdi við hann til fimm ára.
Róbert Frosti var í stóru hlutverki hjá Stjörnunni á síðasta tímabili, en hann spilaði alla 27 leiki liðsins í Bestu deildinni og á alls að baki 55 leiki fyrir félagið í deildinni.
GAIS var nýliði í sænsku úrvalsdeildinni í fyrra og endaði í sjötta sæti. Sjö Íslendingar hafa áður leikið með GAIS. Jóhann Birnir Guðmundsson (2006-08), Eyjólfur Héðinsson (2007-10), Hallgrímur Jónasson (2009-11), Guðjón Baldvinsson (2009) og Guðmundur Reynir Gunnarsson (2009) léku með liðinu í úrvalsdeildinni og þeir Ásgeir Börkur Ásgeirsson (2014) og Arnar Bragi Bergsson (2015-16) í B-deild.