ÍBV Serbinn Jovan Mitrovic á að styrkja varnarleik Eyjamanna.
ÍBV Serbinn Jovan Mitrovic á að styrkja varnarleik Eyjamanna. — Ljósmynd/ÍBV

Fram og ÍBV hafa bæði náð sér í nýja erlenda leikmenn fyrir baráttuna í Bestu deild karla í fótbolta í ár og kynntu þá til sögunnar í gær. Framarar sömdu við spænska miðjumanninn Isra García en hann er 26 ára og kemur frá D-deildarliðinu Barbastro á Spáni. ÍBV hefur samið við serbneska varnarmanninn Jovan Mitrovic en hann er 24 ára og kemur frá Indija í serbnesku B-deildinni, þar sem hann hefur verið fyrirliði.