Alls voru á síðasta ári gerðar 2.019 liðskiptaaðgerðir hér á landi, þar af 1.208 á hné og 811 á mjöðm samkvæmt tölum sem embætti landlæknis hefur birt. Að auki gengust 29 einstaklingar undir slíkar aðgerðir á erlendum sjúkrahúsum á kostnað Sjúkratrygginga Íslands

Guðmundur Sv. Hermannsson

gummi@mbl.is

Alls voru á síðasta ári gerðar 2.019 liðskiptaaðgerðir hér á landi, þar af 1.208 á hné og 811 á mjöðm samkvæmt tölum sem embætti landlæknis hefur birt. Að auki gengust 29 einstaklingar undir slíkar aðgerðir á erlendum sjúkrahúsum á kostnað Sjúkratrygginga Íslands.

Eru þetta álíka margar aðgerðir og gerðar voru árið 2023 eftir að Sjúkratryggingar Íslands sömdu við tvö einkafyrirtæki, Klíníkina og Cosan, um að fjölga liðskiptaaðgerðum með það að markmiði að stytta biðlista og færa þessa þjónustu heim til Íslands. Árið 2022 voru liðskiptaaðgerðir hér á landi samtals 1.545 og í lok þess árs biðu yfir tvö þúsund manns eftir þessum aðgerðum.

Á sama tíma hefur þeim fækkað sem farið hafa í liðskiptaaðgerðir í útlöndum en réttur til slíks

...