Tímamót Friðrik Ólafsson var meðal fremstu skákmanna heims á sínum tíma.
Tímamót Friðrik Ólafsson var meðal fremstu skákmanna heims á sínum tíma. — Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson

Friðrik Ólafsson skákmeistari verður 90 ára á morgun, sunnudaginn 26. janúar. Af því tilefni tekur hann á móti gestum í salnum Eyri í Hörpu á morgun klukkan 16-19.

Friðrik er fyrsti stórmeistari Íslendinga í skák og var forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, á árunum 1978-82.

Friðrik vonar að sem flestir sjái sér fært að mæta og fagna með honum á þessum tímamótum í lífi hans.