Sigurður Bogi Sævarsson
Hjá RÚV er það nánast orðið hefð í upphafi árs að sýna leiknar innlendar þáttaraðir, sem að nokkru leyti eru spegill á samtímann og söguna. Má í þessu sambandi nefna sjónvarpsseríurnar Ófærð, Verbúðina og nú síðast Vigdísi. Í öllum tilvikum hefur þarna náðst að draga upp nokkuð trúverðuga mynd af aðstæðum og umhverfi liðins tíma, svo ekki skeikar stóru frá raunveruleika.
Vigdísarþættirnir eru fín upprifjun og lærdómur. Ungt fólk í dag þekkir sjálfsagt ekki hvaða straumhvörfum framboð og kjör Vigdísar Finnbogadóttur í embætti forseta Íslands á sínum tíma olli. Rýni dagsins er þetta allt í barnsminni; sú bjartsýni og gleðibragur sem Vigdís skóp og var ríkjandi á Bessastaðaárum hennar.
Forsetatíð Vigdísar er einnig hægt að skoða í samhengi við þær miklu breytingar sem urðu á
...