Ísland er aldrei nefnt þegar Trump ræðir Grænland en ummæli hans sýna áhuga hans á norðurslóðum.

Vettvangur

Björn Bjarnason

bjorn@bjorn.is

Í vikunni hafa skilin á milli framtakssemi í Bandaríkjunum og regluveldis í Evrópu orðið skýrari en áður. Í Bandaríkjunum er boðað að allt að 500 milljörðum dollara verði varið í að þróa vitvélar (gervigreind) en í Evrópusambandinu er rætt um hvernig komið verði böndum á þessar vélar.

Stjórnarstefna Kristrúnar Frostadóttur felur í sér afturhvarf til stjórnmáladeilna um staðreyndir sem eru augljósar þótt ESB-sinnar láti eins og þær eigi ekki við hér á landi. Hvarvetna í ESB-umsóknarríkjum er ráðamönnum ljóst að þeim beri að laga stefnu sína og stjórnarhætti að skilyrðum ESB. Þau eru sett til að ráða aðildarferli allra umsóknarríkja. Spurningin er ekki hvort virða

...