Forsætisráðherra Indlands: Shri Narendra Modi.
Forsætisráðherra Indlands: Shri Narendra Modi.

Vöxtur Indlands og viðgangur á fjölþættum vettvangi síðasta áratuginn hefur verið eftirtektarverður og fært landið nær takmarkinu „Viksit Bharat“ (Þróað Indland) árið 2047 er landsmenn fagna einnar aldar sjálfstæði sínu. Lýðræðið hefur óumdeilanlega verið styrkur Indlands og grunnstef frá upphafi sjálfstæðis sem tryggt hefur þegnum landsins friðsælt, stöðugt, öruggt og betra líf.

Liðinn áratugur var einnig boðberi myndarlegs vaxtar indversks hagkerfis. Landið er nú um stundir í örustum vexti er litið er til hinna stærri hagkerfa heimsins, með aukningu landsframleiðslu um 8,2 og 6,4 prósent fjárhagsárin 2022 og 2023. Bráðabirgðatalan fyrir 2024 er 6,6 prósent og er reiknað með áframhaldandi örum vexti næstu árin og að fimm billjóna bandaríkjadala [701 billjónar króna] markinu í

...