Það var eins og þær hefðu komið hingað ákveðnar í að verða óánægðar.
Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint, enda er þar enga flugstöð að sjá. Enginn ætti þó að verða fúllyndur við að sjá fallega mynd eins og þessa.
Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint, enda er þar enga flugstöð að sjá. Enginn ætti þó að verða fúllyndur við að sjá fallega mynd eins og þessa. — Morgunblaðið/Rax

Sjónarhorn

Kolbrún Bergþórsdóttir

kolbrun@mbl.is

Fólk á oft einstaklega auðvelt með að gera sér lífið erfitt af litlu tilefni og koma um leið öðrum úr jafnvægi. Það sýnir öllum sem sjá vilja að því leiðist lífið alveg ógurlega mikið. Það nennir einfaldlega ekki að láta eins og allt sé í lagi og fúllyndið skal þá bitna á næsta manni, auðveldlega einstaklingum sem það þekkir ekki neitt.

Sú sem þetta skrifar var á dögunum á Heathrow-flugvelli að bíða eftir flugi heim. Hún tyllti sér niður á nýju veitingahúsi sem kennt er við Louis Vuitton. Um tíma velti hún því fyrir sér hvort veitingahúsið væri hugsanlega of fínt fyrir hana en ákvað svo að setja það ekki fyrir sig að vera ekki flottasti viðskiptavinurinn á staðnum. Hún er mikil

...